TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

TF - LÍF kemur úr sjúkraflugi af hafi.
TF - LÍF kemur úr sjúkraflugi af hafi. mbl.is/Árni Sæberg

Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til.

Þegar um slíkar aðgerðir er að ræða þarf Gæslan að hafa aðra þyrlu til taks, en aðeins tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru búnar til björgunaraðgerða á hafi úti að nóttu til.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, segir að ákveðið hafi verið að ráðast í viðgerð á björgunarþyrlunni.

„Fyrirtækið Heli One mun sjá um ísetningu og vottun en viðgerðin hefst í byrjun næstu viku,“ segir í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar til Morgunblaðsins. „Verkið verður unnið hér heima og er gert ráð fyrir að viðgerð taki um 5 vikur. TF-LIF ætti því að vera orðin blindflugshæf fyrir jól,“ segir þar einnig.

Þá hefur Morgunblaðið greint frá því að Landhelgisgæslan hafi ákveðið að taka á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en stefnt er að því að taka þær í notkun á vormánuðum. Fyrri björgunarþyrlan kemur að líkindum hingað til lands strax í febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert