Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Voru vinningsmiðarnir seldir í Finnlandi, á Ítalíu og Spáni, auk þess sem tveir heppnir keyptu miða sína í Þýskalandi.

Sex hlutu annan vinning að þessu sinni og fá þeir tæpar 540 milljónir hver. Þrír vinningshafar keyptu miða sína í Þýskalandi, en hinir þrír miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Noregi og á Ítalíu.

Tíu hlutu þriðja vinning, rúmar 17 milljónir hver. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Finnlandi og hinir voru keyptir í Póllandi, Ungverjalandi, Króatíu og Noregi.

Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í jókerútdrætti kvöldsins. Tveir voru hins vegar með fjórar tölur réttar og var annar miðinn í áskrift, en hinn var keyptur í Olís við Gullinbrú. Hljóta þeir 100.000 kr. hvor.

Vinningstölur: 13, 15, 18, 39, 45

Stjörnutölur: 5, 6

Jóker: 0, 1, 1, 5, 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert