Innbrot enn til rannsóknar

Gott er að huga að því að leggja bif­reiðum í …
Gott er að huga að því að leggja bif­reiðum í stæðum sem eru með góðri lýs­ingu sé mögu­leiki á því. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Hann segir að enn sé unnið að rannsókn málsins og er fólk beðið um að hafa varann á varðandi geymslu á verðmætum í bílum.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fengið til­kynn­ing­ar um rúm­lega hundrað inn­brot í öku­tæki frá því 1. októ­ber. Um það bil helm­ing­ur þess­ara inn­brota hef­ur átt sér stað í miðborg­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert