Öllu innanlandsflugi aflýst

Eins og staðan er núna mun engu innanlandsflugi vera aflýst …
Eins og staðan er núna mun engu innanlandsflugi vera aflýst á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt.

Eins og staðan er núna mun engum flugferðum vera aflýst á morgun og ekki þykir þörf á því að bæta við flugferðum, samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect. Margir farþegar ákváðu að fljúga frekar á morgun en einhverjir hættu við að fljúga.

Tíu flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst það sem af er degi vegna veðurs.

Járnplötur fuku í Njarðvík í óveðrinu.
Járnplötur fuku í Njarðvík í óveðrinu. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Milt veður fram undan

Samkvæmt vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofunni mun „óveðrinu slota í nótt og í fyrramálið ætti að vera ágætisveður“.

Hvað varðar veðrið á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku þá „blæs kannski aðeins á mánudag en í vikunni eru bara hægir vindar og tíðindalítið veður“.

Veðurfræðingurinn bendir á að veðrið sé mun mildara á höfuðborgarsvæðinu en vant er á þessum árstíma. „Þessa dagana er bara frekar milt og gott veður. Það er í raun hlýrra en venjulega á þessum tíma og það er ekki að sjá að það verði almennilega vetrarlegt næstu tíu daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert