Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

Slökkviliðsmenn við störf í gær.
Slökkviliðsmenn við störf í gær. mbl.is/Hari

Slökkvistarf við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði hefst aftur klukkan eitt í dag. Slökkvistarf var stöðvað um miðnætti í nótt vegna erfiðra skilyrða í myrkri. 

„Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Aðspurður segir Eyþór að það sé ekki mikið af glóðum sem eigi eftir að slökkva. „Við teljum að þetta sé svona viðráðanlegt.“

Slökkviliði geri lokaáhlaup að eldinum við Hvaleyrarbraut nú síðdegis.
Slökkviliði geri lokaáhlaup að eldinum við Hvaleyrarbraut nú síðdegis. mbl.is/​Hari

 

Ráðast kröftuglega á eldinn

Tíu slökkviliðsmenn verða sendir á svæðið. „Við ætlum bara að vera þarna með mannskap og reyna að ráðast svolítið kröftuglega á þetta og slökkva þetta.“

Ekki er enn hægt að segja til um hvenær svæðið verði afhent lögreglu en Eyþór segir að það verði vonandi fljótlega. „Eins fljótt og auðið er. Við viljum náttúrulega losna við þetta.“

Eldurinn kviknaði á efri hæð Hvaleyrarbrautar 39 á ellefta tímanum á föstudagskvöld þar sem harðviðarverkstæði var til húsa. Eldsmatur í fyrirtækinu var talsverður og mikill vindur blés upp í öllum glóðum. Lítið stendur eftir af húsinu nema nokkrir steinsteyptir veggir. 

Mikinn reyk leggur enn frá húsinu.
Mikinn reyk leggur enn frá húsinu. mbl.is/​Hari
Tíu slökkviliðsmenn voru sendir á svæðið til að reyna að …
Tíu slökkviliðsmenn voru sendir á svæðið til að reyna að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert