Lengur að slökkva eldinn en búist var við

Slökkvistarf stendur yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði.
Slökkvistarf stendur yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. mbl.is/​Hari

Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.  Að sögn varðstjóra hefur tekið lengri tíma að slökkva eldinn heldur en búist var við, en vonast var eftir því að klára að slökkva hann klukkan fimm í dag.

„Það er verið að hreinsa út úr húsnæðinu og slökkva eldinn svo það kvikni ekki í þessu aftur, þetta er bara handavinna,“ segir varðstjórinn í samtali við mbl.is.

Eldur kviknaði á efri hæð Hvaleyrarbrautar 39 á ellefta tímanum á föstudaginn en síðan þá hafa slökkviliðsmenn lagt kapp á að slökkva eldinn. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir á svæðið um hádegisbil í dag en starfið var stöðvað um miðnætti í nótt vegna erfiðra skilyrða í myrkri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert