Stakk í gegnum skriðuna með traktornum

Skriðan féll í um 300 metra fjarlægð frá bænum.
Skriðan féll í um 300 metra fjarlægð frá bænum. Ljósmynd/Bergur Sigfússon

Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár.

Þessu greindi Bergur frá á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi, en líklegt er að skriðan hafi fallið aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Féll hún yfir heimreiðina í 300 metra fjarlægð frá bænum og sást ekki þaðan. Vætuveður er talið vera ein af orsökum skriðunnar en að undanförnu hefur verið mikil rigning og lítið frost á svæðinu, að sögn Bergs.

„Þetta var ekki stærri aurskriða en svo að ég gat stungið í gegnum skriðuna með traktornum og opnað veg fyrir sæðingu á tveimur kúm í gær,“ segir Bergur í samtali við mbl.is, en nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert