Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.

Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum.

Hlýtt verður í veðri, enn rignir þó talsvert sunnan og vestlands. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig.

Það sér loks fyrir endan á votvirðinu sem hefur staðið alla helgina. Þurrt var þó að kalla fyrir norðan og austan.

Það dregur svo  úr vindi og vætu í nótt og verður fremur hæg suðlæg átt og lítilsháttar væta á morgun, en léttir til á Norður- og Austurlandi.

Útliti er fyrir hæga vinda, með köflum bjart og kólnandi veður þegar líður á komandi viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert