Ágætisveður fram undan

mbl.is/Sigurður Bogi

Spáin gerir ráð fyrir stífri suðaustanátt og dálítilli vætu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna á morgun. Hæg suðaustlæg átt og yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur hlýtt í dag, en hægir vindar, úrkomulítið og kólnar smám saman þegar líður á vikuna. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða súld S- og V-til, hvassast við ströndina, en hægari og bjart með köflum annars staðar. Hiti 5 til 11 stig. Dregur úr vætu í dag, en léttir til N- og A-lands og kólnar heldur. Suðaustan 8-13 m/s á morgun, skýjað S-til og sums staðar lítils háttar væta, en léttskýjað nyrðra. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og léttskýjað á N-verðu landinu, en skýjað og lítils háttar væta syðst. Hiti 3 til 8 stig. 

Á miðvikudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s og lítilsháttar væta við V-ströndina, en bjart með köflum annars staðar. Hiti nálægt frostmarki NA-til, en annars 2 til 7 stig. 

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hægir vindar, bjart með köflum og kólnandi veður. 

Á sunnudag:
Útlit fyrir austanátt, smá él N- og A-lands, en annars bjart og kalt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert