Eru bókstaflega á kafi í náminu

Köfunarnemarnir verja miklum tíma neðansjávar. Blái og hvíti siglingafáninn er …
Köfunarnemarnir verja miklum tíma neðansjávar. Blái og hvíti siglingafáninn er alþjóðlegt merki um að köfun standi yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar.

„Umsækjendur þurftu að gangast undir þrekpróf, sundpróf og svo voru þeir prófaðir gagnvart innilokunarkennd,“ sagði Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur og kafari hjá Landhelgisgæslunni, sem stýrir námskeiðinu. Auk hans sinna tveir til fjórir köfunarleiðbeinendur kennslu og þjálfun.

„Langur tími neðansjávar er erfiðastur. Nemendurnir eru í allt að 110 mínútur samfleytt neðansjávar,“ sagði Ásgeir. „Það er kalt í sjónum og köfunin tekur gríðarlega mikið á líkamlega. Þeir þurfa að vinna með ýmis verkfæri, þunga hluti og lyftipoka sem eru notaðir til að lyfta þungum hlutum úr sjónum. Þetta tekur oft mikið á en þeir þurfa að læra á alla þessa hluti.“

Sjórinn við Ísland getur verið erfiður fyrir kafara, segir Ásgeir í umfjöllun um kafaranám í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert