Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Sunna Björk í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit í gær og í …
Sunna Björk í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit í gær og í baksýn eru hin víðfrægu afkvæmi hennar. Ljósm/JÓH

„Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri.

Senn líður að jólum, aðventan handan við hornið og margir farnir að huga að því að fegra og skreyta heimili sín. Í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit fást jólasveinar; skraut sem Sunna Björk hannaði. Segja má að sveinar þessir hafi strax orðið almenningseign og séu eitthvert allra vinsælasta jólatákn landsmanna án þess að fólk þekki endilega uppruna þeirra.

„Þegar þau Ragnheiður Hreiðarsdóttir frænka mín og Benedikt Grétarsson í Jólagarðinum báðu mig að hanna jólasveinana fyrir tuttugu árum gerði ég mér enga grein fyrir hvaða ferðalag þeir ættu í vændum næstu áratugina,“ segir Sunna Björk. Hún segir að það hafi verið auðvelt að hanna jólasveinana. Eftir að hún hafi lesið gamlar jólasögur og skoðað myndir hafi þeir komið beint frá hjartanu og fæðst á pappírnum.

Sjá viðtal við Sunnu Björk í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert