Upptaka frá blaðamannafundi OR

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. 



Úttektin teng­ist upp­sögn Áslaug­ar Thelmu Ein­ars­dótt­ur, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust. Tveim­ur dög­um síðar var fram­kvæmda­stjóra ON, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki OR, Bjarna Má Júlí­us­syni, sagt upp störf­um vegna óviðeig­andi fram­komu við starfs­fólk.

Þá steig Bjarni Bjarna­son, for­stjóri OR, til hliðar á meðan málið væri til skoðunar og Helga Jóns­dótt­ir tók við tíma­bundið.

Áslaug Thelma greindi frá því fyrr í dag að hún hefði frétt af fundinum í fjölmiðlum og að hún hefði ekki séð lokaskýrsluna, en uppsögn hennar er ein af þeim starfsmannamálum sem fjallað er um í úttekinni.

Í forsvari á fundinum eru Bryn­hild­ur Davíðsdótt­ir, formaður stjórn­ar OR, Helga Jóns­dótt­ir, starf­andi for­stjóri OR og Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert