Aukinn áhugi á beinu flugi til Kína

Leiðin til Kína styttist mjög með því að fara Síberíuflugleiðina.
Leiðin til Kína styttist mjög með því að fara Síberíuflugleiðina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað.

Rússnesk stjórnvöld gera ekki lengur kröfu um að íslensk flugfélög haldi uppi beinu áætlunarflugi til Rússlands til þess að fá að nota Síberíuflugleiðina, sem styttir flugleiðina frá Íslandi til Kína til muna. Því ætti að vera raunhæfur möguleiki að flytja bæði farþega og frakt beint til Kína.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, möguleikann spennandi en fyrirtækið hafi ekki tekið neina ákvörðun í þessum efnum. Styttri leið og auknar frakttekjur auka þó líkur á beinu flugi til Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert