Baka milljón kökur

Viktor Sigurjónsson markaðsstjóri, Vilhjálmur Þorláksson framkvæmdastjóri, Paulina Olejnik, starfsmaður í …
Viktor Sigurjónsson markaðsstjóri, Vilhjálmur Þorláksson framkvæmdastjóri, Paulina Olejnik, starfsmaður í framleiðslu, og Pétur Sigurbjörn Pétursson, framleiðslustjóri Gæðabaksturs, með kökurnar góðu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið.

Það var raunar í september síðastliðnum sem byrjað var á þeirri framleiðslu hjá Ömmubakstri-Gæðabakstri sem einnig rekur Kristjánsbakarí á Akureyri. Fyrir norðan er laufabrauðshefðin býsna sterk og þar liggja rætur hennar, þótt siðurinn sé löngu kominn suður og eigi vinsældum að fagna. Fyrir norðan voru laufabrauðskökurnar raunar gjarnan kallaðar fátækrabrauð enda hafðar þunnar til að spara hveitið.

„Þetta er mikil törn og snemma á haustin tökum við inn viðbótarmannskap, 12-15 starfsmenn, sem eru bara í laufabrauðinu. Allt er þetta vara sem við framleiðum frá grunni; hnoðum, fletjum, skerum og steikjum. Annar hluti framleiðslunnar er síðan laufabrauðsdeig sem við frystum og seljum síðan í verslanir til fólks sem sjálft sker og steikir,“ sagði Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, þegar Morgunblaðið leit inn í bakarí hans á Lynghálsi í Reykjavík í gærdag.

Sjá viðtal við Vilhjálm í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert