Hæglætisveður næstu daga

Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.

„Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta um sunnanvert landið, einkum á Suðausturlandi en víða bjartviðri norðanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Hæg austlæg átt á morgun og skýjað með köflum, en norðvestan 5-10 og skúrir norðvestan til síðdegis. Kólnar í veðri, hiti 0 til 5 stig annað kvöld en frost 3 til 8 stig á Norðaustur og Austurlandi. 

Í lok vikunnar er útlit fyrir hæglætisveður. Yfirleitt þurrt, bjart og vægt frost en frostlaust við suður- og vesturströndina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáin fyrir næstu daga

Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 með suður- og vesturströndinni þar til síðdegis. Léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og sums staðar dálítil væta. 
Hæg austlæg átt og skýjað með köflum á morgun en norðlæg átt 5-10 og skúrir norðvestan til síðdegis. Hiti 3 til 8 stig, en fer kólnandi á morgun, einkum um landið norðaustanvert.

Á miðvikudag:
Norðvestan 5-10 m/s vestast á landinu og stöku skúrir eða slydduél. Hæg austlæg átt í öðrum landshlutum og bjart með köflum en yfirleitt skýjað á Austfjörðum. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost um landið norðaustanvert. 

Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum en bjartviðri norðan til á landinu. Hiti um og undir frostmarki, en hiti allt að 6 stigum við suðurströndina. 

Á föstudag:
Hæg breytileg átt og bjartviðri en skýjað með köflum um sunnanvert landið og líkur á skúrum syðst. Frost 0 til 5 stig norðan til en 0 til 5 stiga hiti við suður- og vesturströndina. 

Á laugardag og sunnudag:
Hæg breytileg átt, þurrt og bjart með köflum. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni. 

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og dálitla vætu sunnan til á landinu, hiti 1 til 6 stig, en léttskýjað og vægt frost um norðanvert landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert