Rifu ræsið burt til að laga holuna

Vegurinn var grafinn í sundur til að skipta um ræsið.
Vegurinn var grafinn í sundur til að skipta um ræsið. mbl.is/Þorgeir

„Við rifum bara ræsið burt og setjum nýtt,“ segir Sig­urður Jóns­son, yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Mbl.is greindi frá því um helgina að stærðar hola hefði myndaðist í gamla Vaðlaheiðar­veg­in­um við Ak­ur­eyri. Hafði jörðin opnaðist á veg­in­um með þeim hætti að hefði bíll keyrt þar ofan í hefði hann átt á hættu að stór­skemm­ast. 

Hjör­leif­ur Árna­son, jarðar­eig­andi í Vaðlaheiði, sagði í sam­tali við mbl.is á laugardag að hol­an væri í það minnsta 1,5 metr­ar á dýpt og að hún slagi í metra í þver­mál.  

Holan í veginum var merkt með keilum áður en gert …
Holan í veginum var merkt með keilum áður en gert var við. Holan slagaði í metra í þvermál og var hyldjúp, eins og sést. mbl.is/Þorgeir

Sigurður sagði í samtali við mbl.is á sunnudag að holan væri ekkert stórvægileg og að Vegagerðin myndi laga hana á mánudag. Vinna við viðgerðina hófst í gær líkt og til stóð og var búið að grafa þvert yfir veginn þegar ljósmyndari mbl.is var þar á ferð í dag.

Að sögn Sigurðar er alltaf hafður þessi háttur á þegar skipt er um ræsi. „Þegar ræsi eru ónýt þá gröfum þau bara upp og setjum ný,“ segir hann og kveður vinnuna ganga vel. „Við rifum ofan af þessu í gær og vorum svo að bíða eftir efni frá Reykjavík og það kom í morgun.“ Gerir hann ráð fyrir að opnað verði fyrir akstur um veginn á ný á morgun.

Sigurður segist gera ráð fyrir að vinnu verði lokið á …
Sigurður segist gera ráð fyrir að vinnu verði lokið á morgun og vegurinn þá opnaður. mbl.is/Þorgeir

Spurður hvort eitthvað hefði komið Vegagerðinni á óvart er grafið var þar niður segir hann það helst vera að ræsið var ekki jafn skemmt og þeir áttu von á þrátt fyrir stærð holunnar, en vatnið sem rann í gegn­um ræsið hafði myndað hol­rúmið. „Við urðum samt að rífa það upp og henda því,“ segir Sigurður.

Skemmdir á ræsinu voru ekki jafn miklar og talið var.
Skemmdir á ræsinu voru ekki jafn miklar og talið var. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert