Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

Landfyllingin er áformuð vestan við Skarfaklett. Ylströndin verður þar vestan …
Landfyllingin er áformuð vestan við Skarfaklett. Ylströndin verður þar vestan við, nær Laugarnesinu. mbl.is/RAX

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli.

Við afgreiðsluna bókuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi: Hugmynd um ylströnd lítur vel út en gæti lyktað illa ef ekki er gætt að nálægð við fráveitu eins og bent er á í umsögn Veitna og Heilbrigðiseftirlitsins.

Faxaflóahafnir áforma að stækka hafnarsvæðið í Sundahöfn með tveimur landfyllingum. Önnur landfyllingin verður við Klettagarða, vestan við vitann á Skarfabakka. Hún verður 2,5-3 hektarar og þar er ætlunin að starfsstöðvar Faxaflóahafna verði í framtíðinni, m.a. skrifstofur, skipaþjónusta og möguleg viðlega dráttarbáta. Hugmyndin er að nota jarðefni sem til falla á lóð Landspítalans vegna Nýs Landspítala í landfyllinguna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert