Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Frá fundi borgarstjórnar í síðasta mánuði.
Frá fundi borgarstjórnar í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert

Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld.

Lagt var upp með að fjármagna tillöguna með niðurskurði í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar upp á 2,4% en áætlaður rekstrarkostnaður við miðlæga stjórnsýslu Reykjavíkurborgar nemur rúmum 5,8 milljörðum íslenskra króna fyrir árið 2019, að því er kemur fram í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Í tilkynningu segir hann það vonbrigði að tillögunni hafi verið vísað frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert