Hönnun Landsbankans að ljúka

Nýjar höfuðstöðvar munu rísa á næsta ári við Kalkofnsveg, skammt …
Nýjar höfuðstöðvar munu rísa á næsta ári við Kalkofnsveg, skammt frá Hörpu. Tölvumynd/Arkþing ehf. og C.F. Møller

Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans.

Hann segir að bankinn sé nú þegar þátttakandi í sameiginlegum framkvæmdum á lóð, þ.e. gerð Reykjastrætis. Miðað er við að fyrstu verkþættir hússins verði boðnir út á fyrri hluta næsta árs og framkvæmdir hefjist fljótlega í kjölfarið.

Nýjar höfuðstöðvar bankans munu rísa við Austurbakka 2 í Austurhöfn, í nágrenni Hörpu. Hið nýja hús verður 16.500 fermetrar. Bankinn hyggst nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem nýtist fyrir verslun og aðra þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert