Jólabjalla setur svip á Bankastræti

Jólabjalla hengd upp í Bankastræti.
Jólabjalla hengd upp í Bankastræti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni.

Einnig er víða búið að kveikja á jólaljósum við íbúðarhús í hverfum borgarinnar. Margir fagna jólaljósunum sem vega aðeins upp á móti skammdeginu sem nú sækir á dag frá degi.

Jólin hafa verið kölluð hátíð ljóssins því þau ganga í garð eftir að sól fer að hækka á lofti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert