Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að leitast skuli eins …
Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að leitast skuli eins og kostur er við að samræma hraða bifreiða á þjóðvegum landsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi.

Þetta kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar við stjórnarfrumvarp til nýrra umferðarlaga sem er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að leitast skuli eins og kostur er við að samræma hraða bifreiða á þjóðvegum landsins. Bent er á að bifreiðum sem eru meira en 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd, svo sem flutningabifreiðum, sé óheimilt að aka hraðar en 80 km á klst.

Vegagerðin bendir á í umsögn sinni að almennt sé talið að umferðaröryggissjónarmið mæli gegn því að auka umferðarhraða á venjulegum tveggja akreina vegum. Hættan á að láta lífið í árekstri á hraðanum 90 km/klst. sé 70% meiri en við árekstur á 80 km/klst.

í Svíþjóð er nú unnið að því að lækka leyfilegan hámarkshraða í 80 km/klst. á hefðbundnum tveggja akreina vegum þar sem akstursstefnur eru ekki aðgreindar. Þar eru þó undanskildir vegir með mjög lítilli umferð,“ kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert