Tíminn er að hlaupa frá okkur

Á minkabúi.
Á minkabúi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“

Þetta segir Einar Eðvald Einarsson, minkabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, spurður um stöðuna í viðræðum við ríkið um hugsanlegar aðgerðir til bjargar því sem eftir er af loðdýraræktinni í landinu.

Greinin er í alvarlegri stöðu vegna verðfalls skinna á heimsmarkaði. Nokkrir minkabændur hættu í fyrra og fleiri munu þurfa að hætta í haust, að óbreyttu, eða fara í þrot, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samband íslenskra loðdýraræktenda hefur verið í viðræðum við stjórnvöld frá því ágúst. Forsvarsmenn þess hafa óskað eftir þriggja ára samningi um aðkomu ríkisins, í samræmi við tillögur Byggðastofnunar. Í þeim felst meðal annars fyrirgreiðsla um lán til loðdýrabænda í ár til að fleyta þeim áfram og síðan stuðningur við fóðurstöðvar næstu tvö árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert