Vildu ekki stokka upp sætaröðun

Frá fundi borgarstjórnar.
Frá fundi borgarstjórnar. mbl.is/Eggert

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn.

Tillagan var send forsætisnefnd 14. september. Samkvæmt henni átti að stokka upp í sætaröðun borgarfulltrúa með því að raða fulltrúum handahófskennt niður í sæti.

„Slíkt gæti ýtt undir góðan starfsanda sem er öllum til bóta. Skal slík sætaröðun gilda til áramóta og hljóta síðan nánari endurskoðun,“ kom fram í tillögunni, sem var felld.

Talsverður hiti hefur verið á fundum borgarstjórnar en nýtt kjörtímabil hófst í sumar í kjölfar kosninga í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert