Aðeins einn staðfest komu sína

Bjarni Benediktsson er sá eini sem er búinn að staðfesta …
Bjarni Benediktsson er sá eini sem er búinn að staðfesta komu sína á fundinn. mbl.is/Eggert

Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Gunnar Bragi Sveinsson, staðfesti komu sína á fundinn.

Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að aðeins einn þeirra, Bjarni Benediktsson, hafi staðfest komu sína. Guðlaugur Þór Þórðarson er erlendis en lét hann vita af því sama dag og fundarboð barst. Þá segist hann vera tilbúinn að mæta fyrir nefndina hvenær sem er, að því gefnu að hann sé staddur á landinu. Hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi hafa haft samband við nefndina. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar …
Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson hafa verið kallaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Samsett mynd

Nefndin samþykkti í síðustu viku að kalla þingmennina fjóra á fund nefndarinnar og greindi Óli Börn Kárason frá því fyrr í dag að beiðni hans um að fund­ur, eða fund­ir, nefnd­ar­inn­ar þar sem ræða á um­mæli þing­manna Miðflokks­ins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveins­son, verði opn­ir.

Helga Vala segir að beiðni Óla Björns hafi verið afgreidd samhljóma og að til standi að fjalla um málið á einum fundi en ekki mörgum. „Ég hefði haldið að það væri betra fyrir alla að þetta verði klárað sem fyrst,“ segir Helga Vala.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar …
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvort fleiri verði kallaðir fyrir nefndina fer eftir því hvað kemur fram í svörum þingmannanna fyrir nefndinni, að sögn Helgu Völu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert