Eldur í reykkofa á Svalbarðsströnd

mbl.is/Eggert

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út nú á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt var um þykkan svartan reyk frá útihúsi í Heiðarholti á Svalbarðsströnd.

Um var að ræða reykkofa sem eldur hafði komið upp. Eldurinn hafði einnig náð að teygja sig í vörubíladekk sem stóðu upp við kofann og áttu þau sinn þátt í umfangi reyksins.

Vel gekk hins vegar að slökkva eldinn er slökkviliðsmenn beittu froðu á hann.

Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri voru önnur hús á staðnum ekki í hættu, en reykkofinn er gjörónýtur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert