Jöklamyndir Ragnars Axelssonar í New York Times

Loftmyndir RAX af íslenskum jöklum hafa vakið heimsathygli.
Loftmyndir RAX af íslenskum jöklum hafa vakið heimsathygli. mbl.is/RAX

Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal í Reykjavík. 

Blaðamaður New York Times segir RAX drifinn áfram af þránni til að leggja sitt af mörkum í baráttu tuttugustu og fyrstu aldarinnar til að bjarga plánetunni. „Hann vill einnig vera viss um að það sé til ljóðræn heimild um jöklana sem hann elskar svo heitt, ef við skyldum þurfa að lifa í heimi án þeirra,“ segir í greininni sem fjallar um hvernig jöklar Íslands eru að bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar. 

Greina má lesa í heild sinni HÉR. 

Ljósmyndir RAX af jöklunum, sem allar eru teknar úr lofti, eru oft eins og abstrakt málverk segir blaðamaður. „Sumar minna á risavaxinn dreka, eða risaeðlu, einhvers konar skriðdýr með gróft skinn og augu sem eru um það bil að opnast.“

Sýninginn Jökull var í Ásmundarsal í nóvember.
Sýninginn Jökull var í Ásmundarsal í nóvember. Rax / Ragnar Axelsson

„Í dag geta vísindamenn tímasett ísinn í íslenskum jöklum og samkvæmt RAX er sá ís sem bráðnar í hafinu í dag mögulega ís frá því að Ísland byggðist á níundu öld. Eftir því sem Íslendingar missa ís á hverju ári, missa þeir líka áþreifanlega tengingu við sögu sína.“

Í viðtalinu segir RAX: „Heimurinn án jökla verður dapurlegur, af því þeir eru sérstaklega fallegir. Jöklarnir eru perlur Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert