Tvöfalt meira af svefnlyfjum

Íslendingar neyta óvenju mikið af svefnlyfjum.
Íslendingar neyta óvenju mikið af svefnlyfjum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis.

Salan hér er hlutfallslega tvöfalt meiri en í Noregi, Álandi og Finnlandi. Hún er nærri fimm sinnum meiri en í Danmörku og Færeyjum. Svíþjóð kemur næst Íslandi en sala lyfja er þó 37% meiri hér en í Svíþjóð, hlutfallslega reiknað á hvern íbúa. Konur nota svefnlyf meira en karlar.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ofnotkun svefnlyfja sé mikið vandamál hér á landi. Of margir noti þau, of lengi og í of stórum skömmtum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert