Fallið verði frá dómsmáli

Verið er að semja um framtíð almenningssamgangna.
Verið er að semja um framtíð almenningssamgangna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu.

SSS höfðaði málið eftir að Vegagerðin afturkallaði 2013 einkaleyfi á áætlunarleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Dómkvaddir matsmenn áætla að hagnaður af einkaleyfinu sé um þrír milljarðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

SSS sagði upp samningi við Vegagerðina um almenningssamgöngur á Suðurnesjum fyrir ári. Í samningaviðræðum hefur SSS krafist þess að ríkið leiðrétti halla á almenningssamgöngunum frá 2012 upp á 114 milljónir, tryggi áfram almenningssamgöngur á svæðinu og leysi dómsmálið. Stjórn SSS segir að ráðuneytið vilji ekki verða við því nema fallið verði frá skaðabótamálinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert