Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

13% fólks á aldrinum 18-24 ára segjast nota ljósabekki.
13% fólks á aldrinum 18-24 ára segjast nota ljósabekki.

Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum.

Capacent-Gallup hefur fylgst með ljósabekkjanotkun með árlegum könnunum fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins frá árinu 2004 og fram kemur í frétt á vef Geislavarna að á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja.

,,Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði, en frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10% og virðist fara lækkandi,“ segir þar. Kannanirnar hafa einnig sýnt að ljósabekkjanotkun ungs fólks 18 til 24 ára hefur minnkað töluvert undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert