Án rafmagns í tæpan sólarhring

Hreiðar Karlsson hefur búið á svæðinu í að verða þrjátíu …
Hreiðar Karlsson hefur búið á svæðinu í að verða þrjátíu ár og segir rafmagn slá út nokkrum sinnum á ári.

Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19, en samkvæmt bilanavef Veitna fór rafmagn af kl. 19:36 í gær. Sama svæði var rafmagnslaust í rúmar 14 klukkustundir 29. nóvember.

Hreiðar Karlsson hefur búið á svæðinu í að verða þrjátíu ár og segir rafmagn slá út nokkrum sinnum á ári og ekki megi gera vont veður. Sjálfur sé hann búinn að kaupa sér rafstöð, sem dugi þó skammt.

Þrír starfsmenn Veitna unnu að viðgerð í gærkvöldi, samkvæmt vef Veitna. Þegar bilun fannst kom upp önnur og hætt var við áframhaldandi viðgerð vegna mögulegs þrumuveðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert