Dæmdir fyrir árás við Kiki

Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Kiki á Klapparstíg.
Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Kiki á Klapparstíg.

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Þá var sambýliskona annars þeirra fundin sek um að hafa rifið í hár lögreglumanns þegar reynt var að handtaka mennina.

Árásin átti sér stað í desember árið 2016, en báðir mennirnir voru mjög ölvaðir að eigin sögn. Voru þeir í röð við staðinn er kom til orðaskipta milli annars mannsins og dyravarðar. Í framhaldinu var dyravörðurinn kýldur og tekinn hálstaki. Síðar fékk annar dyravörður einnig hnefahögg.

Þegar lögregla kom á staðinn reyndu mennirnir að komast hjá handtöku og beit annar mannanna sem fyrr segir lögreglumann. Taldi héraðsdómur rétt að mennirnir hlytu báðir þriggja mánaða dóm, en konan var dæmd í 30 daga fangelsi. Eru dómarnir allir skilorðsbundnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert