Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 985 milljónir …
Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 985 milljónir króna á árinu 2019. mbl.is/Eggert

Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt  var á bæjarstjórnarfundi í dag.

Álagningarstuðull fasteignaskatts atvinnuhúsnæðis lækkar úr 1,57% í 1,4% og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði úr 0,28% í 0,26%. Útsvarsprósenta verður áfram sú sama, 14,48%, en hún var lækkuð um 0,04% árið 2017.

Samkvæmt tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ eykst systkinaafsláttur á leikskólagjöldum í nýrri fjárhagsáætlun, og þriðja systkini í grunnskóla fær frítt fæðisgjald.

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 985 milljónir króna á árinu 2019, skuldaviðmið heldur áfram að lækka og verður 120% í árslok 2019. Þá eykst áætlað veltufé frá rekstri um 474 milljónir króna frá áætlun 2018 og áætlað er að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða á árinu 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert