Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Vindaspáin á landinu á morgun kl. 22.
Vindaspáin á landinu á morgun kl. 22. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. 

Veðurstofan segir að búast megi við hvössum vindstrengjum allra syðst á landinu á morgun. Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm um landið norðaustanvert annað kvöld, en snýst í suðvestanstorm aðra nótt.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll á Norðurlandi eystra og á Austurlandi, eða á bilinu 30-35 m/s, einkum á annesjum. Aðstæður eru því varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Færð og aðstæður

Vesturland: Víðast hvar greiðfært en eitthvað um hálku eða hálkubletti á fjallvegum, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Vestfirðir: Hálkublettir eða hálka á heiðum og hálsum en greiðfært á láglendi. 

Norðurland: Víða greiðfært en þó eru hálkublettir eða hálka á nokkrum leiðum. 

Norðausturland: Víða hálka eða hálkublettir inn til landsins en að mestu greiðfært með ströndinni. 

Veðurvefur mbl.is.

Austurland: Hálka er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra og gera má ráð fyrir hálku eða hálkublettum á flestum útvegum. Greiðfært er með ströndinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert