Sannar gjafir fara víða um heim

Ungur drengur fær ormalyf frá hjálparstarfsmanni á vegum UNICEF.
Ungur drengur fær ormalyf frá hjálparstarfsmanni á vegum UNICEF. Ljósmynd/Aðsend

„Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi í tilkynningu. 

Jólagjafir frá Íslandi bárust til barna um allan heim um síðustu jól. Í fyrra voru sem dæmi 70.550 skammtar af vítamínbættu jarðhnetumauki frá Íslandi sendir til barna meðal annars í Afganistan, Senegal og Bangladess. Ormalyf hjálpuðu börnum í Sýrlandi, Búrkína Fasó og Pakistan á meðan börn í Búrma (Mjanmar), Sómalíu og Haítí fengu hreint drykkjarvatn þökk sé vatnshreinsitöflum sem voru keyptar í gegnum Sannar gjafir UNICEF.

Næringarmjólk nýtist börnum sem eru veik vegna vannæringar.
Næringarmjólk nýtist börnum sem eru veik vegna vannæringar. Ljósmynd/Aðsend

„Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð. Þær eru stórsniðugar jólagjafir, leynivinagjafir og jólakort fyrir vini og fjölskyldu,“ segir í tilkynningunni þar sem bent er á vefsíðu Sannra gjafa

„Í fyrra var mjög vinsælt að gefa hlý teppi, en þeim er meðal annars dreift í flóttamannabúðum þar sem börnum er kalt. Auk þess seldust 65 vatnsdælur, en ein vatnsdæla getur útvegað heilu þorpi drykkjarvatn og gjörbreytt lífi barna og fjölskyldna á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert