„Þetta á ekki að vera svona“

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi.

Lilja er annar varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hún tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í síðustu viku í fjarveru Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra.

Lilja sagði að staðreyndin væri sú að 17 af framhaldsskólum landsins séu á höfuðborgarsvæðinu. Margt ungt fólk sem komi af landsbyggðinni til að stunda nám lendi á vegg. „Það er nefnilega ekki neitt húsnæði í boði fyrir það.

Hún benti á að nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu séu ætlaðir háskólanemum. Margir ungir nemendur reyni því að flytja inn á vinafólk eða ættingja. Einhverjir reyni fyrir sér á leigumarkaðnum en Lilja sagði þann frumskóg ekki henta 15 til 18 ára ungmennum.

Því eru sumir sem bregða á það ráð að hætta í námi eða skipta um námsbraut og það bitnar gjarnan á iðnnámi. Þetta á ekki að vera svona. Ungmenni eiga rétt á að stunda það nám sem þau vilja. Húsnæðismál eiga ekki að vera vandamál fyrir þennan aldurshóp og ég er nokkuð viss um að foreldrar vilji ekki senda börnin sín í slíkar óvissuaðstæður,“ sagði Lilja.

Hún sagði nauðsynlegt að koma á fót heimavist á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema af landsbyggðinni. „Sú sem hér stendur leggur því í dag fram tillögu til þingsályktunar um heimavist á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert