Bækurnar sem bóksalar völdu

Auður Ava Ólafsdóttir.
Auður Ava Ólafsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk.

Ljóðpundari er besta íslenska barnabókin en höfundur hennar er Þórarinn Eldjárn. Múmínálfarnir - stórbók eftir Tove Janson er aftur á móti besta þýdda barnabókin í ár að þeirra mati. Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur er besta ungmennabókin og Flóra Íslands besta handbókin. Af ævisögum þótti bók Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, Hasim, vera best og Sálumessa Gerðar Kristnýjar besta ljóðabókin.

Íslensk skáldverk
Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir
Kláði - Fríða Ísberg
Þorpið - Ragnar Jónasson

Þýdd skáldverk
Allt sundrast - Chinua Achebe
Smásögur heimsins Asía og Eyjaálfa - Ýmsir höfundar
Homo sapína - Niviaq Korneliussen
Etýður í snjó - Yoko Tawada

Íslenskar barnabækur
Ljóðpundari - Þórarinn Eldjárn
Sagan um Skarphéðin Dungal - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson

Þýddar barnabækur
Múmínálfarnir - stórbók - Tove Janson
Miðnæturgengið - David Walliams
Handbók fyrir ofurhetjur - Elias og Agnes Vahlund

Ungmennabækur
Ljónið - Hildur Knútsdóttir
Rotturnar - Ragnheiður Eiríksdóttir
Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson

Handbækur
Flóra íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Stund klámsins - Kristín Svava Tómasdóttir
Gleðin að neðan - Nina Brochman og Ellen Stökken Dahl

Ævisögur
Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir
Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Hundakæti - Þorsteinn Vilhjálmsson

Ljóðabækur
Sálumessa - Gerður Kristný
Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir
Því miður - Dagur Hjartarson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert