Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

Ingveldur og Kristinn ásamt Lovísu Lind sem verður þriggja ára …
Ingveldur og Kristinn ásamt Lovísu Lind sem verður þriggja ára í febrúar. Fjölskyldan bíður nú eftir sjúkrarúmi handa Lovísu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð.

Foreldrar hennar hafa staðið í ströngu á síðustu árum, ekki einungis vegna þeirrar sólarhringsumönnunar sem fylgir veikindum Lovísu heldur einnig vegna baráttu við heilbrigðis- og almannatryggingakerfið.

Hafa þau m.a. þurft að kæra úrskurði frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að fá nauðsynleg hjálpartæki fyrir barnið sitt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál Lovísu Lindar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert