Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

AFP

Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru líklegri til þess að styðja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en stuðningsmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri-grænna eru líklegri til þess að vera henni andvígir.

Fjöldi svara var 928 einstaklingar en skoðanakönnunin var gerð dagana 15.-21. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert