„Framtíð tungumálsins á ábyrgð okkar allra“

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um að …
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. mbl.is/Eggert

„Það er á táknrænt hversu margar aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast menntamálum," segir menntamálaráðherra um þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem hún hefur lagt fram á Alþingi.  

„Fyrsta aðgerðin, sem rammar hinar inn, er vitundarvakning um mikilvægi íslenskrar tungu. Til þess að aðrar aðgerðir skili sem bestum árangri viljum við vekja sem flesta til umhugsunar um mikilvægi íslenskrar tungu, fjölbreytileika hennar, gildi og sérstöðu. Vitundarvakning sem við skipuleggjum undir merkjum slagorðsins „Áfram íslenska“ minnir á að framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra; íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem mælti fyrir tillögunni. Ráðherra ræddi við mbl.is í lok nóvember um vitundarvakningu í samstarfi við ferðaþjónustuna um merkingar á ensku sem eru orðnar sérstaklega áberandi í miðborg Reykjavíkur. 

„Við byrj­um á ákveðinni vit­und­ar­vakn­ingu og mun­um fara í sam­starf við ferðaþjón­ust­una um hana,“ sagði ráðherra. „Við vilj­um hafa þetta já­kvætt og hvetja fólk, vekja það til um­hugs­un­ar um hversu mik­il­væg ís­lensk­an er. Því sú þjóð sem glat­ar tungu sinni hún glat­ar sjálfi sínu.“

Kennarar eru lykilaðilar

„Það er á táknrænt hversu margar aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast menntamálum," segir Lilja um nýju tillöguna. „Ég trúi því að þar liggi grunnurinn að árangri okkar – í skólum landsins er unnið feykilega gott starf í þágu íslenskunnar en við viljum efla það enn frekar. Lykilaðilar í því eru kennarar. Stundum er sagt að allir kennarar séu íslenskukennarar – ég er því innilega sammála. Þeir geta vakið áhuga nemenda sinna á íslensku máli og hvatt til skapandi notkunar þess, þeir eru mikilvægar fyrirmyndir. Viðhorf kennara til þess verkefnis skiptir okkur miklu. Eins leggjum við sérstaka áherslu á í þingsályktuninni að efla íslenskukennslu sem annað mál og styrkja menntakerfið okkar svo það mæti betur þörfum fjöltyngdra nemenda og nemendahópum af erlendum uppruna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert