Jólaskraut ekki á borð lögreglu

Jólaskreytt hús við Digranesveg í Kópavogi.
Jólaskreytt hús við Digranesveg í Kópavogi. mbl.is/​Hari

Ekki virðist jólaskreytingaæði landans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hafa gengið það langt að nágrannar sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði hafi kært til lögreglu.

„Fljótt á litið get ég ekki staðfest að ónæði af jólaskreytingum sé neitt sérstakt vandamál né að mörg svona mál komi inn á borð lögreglunnar. Lögreglan er ekki með neina sérstaka skráningu um ónæði vegna jólaskreytinga,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstóri hjá lögreglunni við Dalveg í Kópavogi, og Kristján Ólafur Guðnason, stöðvarstjóri við Vínlandsleið, kannast ekki við kvartanir vegna jólaskreytinga. Það sama á við á Suðurnesjum þar sem lögreglan segir jólaskreytingar gleðja bæjarbúa og að sannkallaður jólaandi ríki í bænum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert