Leitað að báti á Vestfjörðum

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.

Báturinn virðist hafa dottið úr ferilvöktun og því var talið nauðsynlegt að hefja leit, en um hefðbundin vinnubrögð er að ræða þegar slíkt gerist. Björgunarskip og bátar á svæðinu eru á leið á svæðið þar sem báturinn sást síðast.

Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir líklegast að um bilun í fjarskiptabúnaði sé að ræða, en reynt hefur verið að kalla bátinn upp án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert