Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

mbl.is/Ómar

Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina.

Í miðnæturfréttum RÚV kom fram að skipstjóri bátsins hefði verið handtekinn þar sem hann var ekki í ástandi til að stýra farartæki.

Báturinn datt út úr ferilvöktun fyrr í kvöld og var því talið nauðsynlegt að hefja leit samkvæmt hefðbundnum vinnubrögðum. Reynt hafði verið að kalla bátinn upp, án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert