Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

Sjö slökkviliðsmenn ætla að róa stanslaust á einni róðravél í …
Sjö slökkviliðsmenn ætla að róa stanslaust á einni róðravél í heila viku. mbl.is/Hari

Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti.

mbl.is/Hari

Ágúst Guðmundsson er einn slökkviliðs- og sjúkraflutningamannanna sem tekur þátt í róðrinum en það var komið að hans þriðju vakt á róðrarvélinni þegar mbl.is sló á þráðinn í morgun. Sagði hann að það hafi verið ansi einmannalegt á róðrarvélinni í nótt en var öllu spenntari fyrir deginum, þar sem gestir og gangandi geta tekið litið við og hvatt slökkviliðs- og sjúkraflutningamennina áfram, eða tekið róður við hlið þeirra.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sem sinna róðrinum næstu sex daga.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sem sinna róðrinum næstu sex daga. Haraldur Jónasson/Hari

Frú Ragnheiður er verkefni Rauða krossins í Reykjavík og hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa samfélagsins eins og heimilislausra eða fíkniefnanotenda. Markmið söfnunarinnar var að safna fyrir tæki í bíl Frú Ragnheiðar sem nýtist til að lýsa upp illa farnar æðar. 

Hægt er að leggja málefninu lið á vef Rauða krossins. 

Gestir og gangandi geta róið við hlið slökkviliðsmannanna.
Gestir og gangandi geta róið við hlið slökkviliðsmannanna. mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert