Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

Birna Sigmundsdóttir í góðum félagsskap með dúkkum í fötum sem …
Birna Sigmundsdóttir í góðum félagsskap með dúkkum í fötum sem hún hefur saumað á þær. Birna skreytir garðinn sinn til þess að gleðja börn og fullorðna í nágrenninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“

Þetta segir Birna Sigmundsdóttir blómaskreytir sem gleður ungviði og eldra fólk í nágrenni við heimili sitt Dragaveg 5 sem hún keypti fyrir sex árum og byrjaði á að setja niður blóm í garðinn sem hún hafði útbúið.

„Ég vildi gleðja börnin og setti álfa í garðinn en svo vatt þetta upp á sig og við bættust kusur, endur, hænur og gosbrunnar. Álfarnir eru nú um 400. Ég þurfti að byggja bílskúr til þess að koma dótinu fyrir með góðu móti og raða eftir kúnstarinnar reglum. Það tekur mig allt að tvo og hálfan mánuð að þurrka og ganga frá álfagarðinum,“ segir Birna sem byrjar um leið og álfarnir eru frágengnir að setja upp jólagarðinn.

Sjá samtal við Birnu um jólaskreytingarnar í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert