Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Að venju kenndi margra grasa á matarhátíðinni.
Að venju kenndi margra grasa á matarhátíðinni. mbl.is/​Hari

Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.

Jólamatarmarkaðurinn er orðin árviss viðburður og að þessu sinni gátu gestir kynnt sér hátíðarmat, heilsumat og matarhandverk. Meðal þess sem þar ber fyrir vit þessa helgina er hangið kjet, heitar sósur, sýrt grænmeti, hnetusteikur, þurrkað þang og súkkulaði svo fátt eitt sé nefnt.

Matarhátíðin teygði sig út fyrir veggi Hörpunnar.
Matarhátíðin teygði sig út fyrir veggi Hörpunnar. mbl.is/​Hari
Kjötframleiðendur létu sig ekki vanta á matarmarkaðinn.
Kjötframleiðendur létu sig ekki vanta á matarmarkaðinn. mbl.is/​Hari
Gestir kynntu sér súkkulaði á bás Omnom.
Gestir kynntu sér súkkulaði á bás Omnom. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert