Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með …
Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með dyggri aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Ljósmynd/Hrókurinn

Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með dyggri aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hróknum.

Er þetta fjórða árið í röð sem Hrókurinn og Kalak færa börnunum í Kulusuk glaðning í tilefni jólanna.

Íbúar í Kulusuk eru nú um 250 og þar af eru 64 börn. Um helmingur er á leikskólaaldri og þau fengu gjafirnar sendar heim, en grunnskólabörnin flykktust á flugvöllinn til að hitta Stekkjarstaur og félaga.

Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn.
Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn. Ljósmynd/Hrókurinn

Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson, sem báðir eru liðsmenn Hróksins og Kalak, fóru í þennan skemmtilega leiðangur og nutu aðstoðar áhafnar Air Iceland Connect.

Í pökkunum til barnanna í Kulusuk kenndi margra grasa, enda gáfu bæði fyrirtæki og einstaklingar góðar og nytsamlegar gjafir, leikföng, föt, gotterí og fleira sem tilheyrir jólunum.

Þar átti prjónahópurinn í Gerðubergi, og aðrar íslenskar hannyrðakonur stóran hlut og eins gaf Heiðbjört Ingvarsdóttur, einn af máttarstólpum Hróksins, spjaldtölvur fyrir níu börn í 9. bekk.

Er þetta sjöunda ferð Hróksins og Kalak til Kulusuk á árinu.

pökkunum til barnanna í Kulusuk kenndi margra grasa.
pökkunum til barnanna í Kulusuk kenndi margra grasa. Ljósmynd/Hrókurinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert