Verslunarrýmið mun stóraukast

Tugir nýrra veitinga- og þjónusturýma munu bætast við í miðborg …
Tugir nýrra veitinga- og þjónusturýma munu bætast við í miðborg Reykjavíkur á næstu árum mbl.is

Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu.

Hluti af fyrirhuguðu framboði er hér sýndur á myndrænan hátt. Sex verkefni eru á undirbúningsstigi; Borgartún 24 og 34-36, Heklureitur, Byko-Steindórsreitur og Snorrabraut 54 og 60. Önnur verkefnin eru í byggingu eða þeim er lokið. Nokkuð er síðan stærsti hluti Hljómalindarreits var tilbúinn.

Við þetta bætast jarðhæðir fyrirhugaðra hótela í miðborginni. Samkvæmt úttekt í Morgunblaðinu sl. miðvikudag verða 15 hótel opnuð í Reykjavík 2019 og 2022. Þrettán þeirra tengjast ekki samantektinni hér. Af því leiðir að vel á fjórða tug verkefna er í pípunum í miðborginni þar sem áformað er að hafa þjónustu- eða veitingarekstur á jarðhæð. Verkefnin eru mögulega fleiri og einhver kunna að taka breytingum.

Fjárfestingin í hótelum og þéttingarreitum er ekki undir 100 milljörðum. Því er mikið undir að ferðamönnum fækki ekki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert