Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

Búast má við hvassviðri og rigningu seinni partinn á morgun.
Búast má við hvassviðri og rigningu seinni partinn á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni.

Þeim sem ætla að ferðast milli landshluta er bent á að fylgjast vel með veðri, en búist er við að veðrið standa aðeins í nokkrar klukkustundir.

Veðrinu mun fylgja rigning og aukin hlýindi. Verður úrkoman mest á Austfjörðum og Suðausturlandi, en þar má búast við talsverðri rigningu seinnipartinn á morgun og fram á þriðjudag.

Á höfuðborgarsvæðinu mun snúast í suðaustan 5-10 í kvöld og skúri. Á morgun hvessir svo seint á morgun og verður um 15-23 m/s með rigningu á köflum og 4 til 8°C hita.

Annars segir í hugleiðingunum að næstu dagar verði lítt frábrugðnir veðrinu að undanförnu. Búast megi við mildri austlægri átt og fremur vætusömu veðri, einkum á Suðvesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert