„Milljón væri stórsigur“

Sjö slökkviliðsmenn ætla að róa stanslaust á einni róðravél í …
Sjö slökkviliðsmenn ætla að róa stanslaust á einni róðravél í heila viku. mbl.is/Hari

Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að ríflega sex hundruð þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður.

„Þetta gengur bara frábærlega og það eru allir á sömu blaðsíðu,“ sagði Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmann­anna, þegar mbl.is sló á þráðinn til hans fyrr í dag. Ágúst var yfir sig ánægður yfir genginu hingað til og sagði það óhætt að setja háleitari markmið.

Viðbrögð gesta við söfnuninni hafa verið góð, sérstaklega þegar fólk …
Viðbrögð gesta við söfnuninni hafa verið góð, sérstaklega þegar fólk áttar sig á fyrir hvað er verið að róa. Haraldur Jónasson/Hari

Upp­haf­legt mark­mið var að safna nægi­lega miklu fjár­magni til að aðstoða Frú Ragn­heiði, sem er verk­efni Rauða kross­ins í Reykja­vík og hef­ur það mark­mið að ná til jaðar­settra hópa í sam­fé­lag­inu eins og heim­il­is­lausra ein­stak­linga og þeirra sem nota vímu­efni í æð.

„Ég veit að þau vant­ar ákveðið tæki sem ekki er gert ráð fyr­ir í rekstri verk­efn­is­ins í ár og því ákváðum við að safna fyr­ir því,“ sagði Ágúst í sam­tali við mbl.is í fyrir helgi.

Tækið sem um ræðir kostar um fimm hundruð þúsund krónur og er eins kon­ar vasa­ljós sem auðveld­ar að lýsa upp illa farn­ar æðar. Tækið mun nýt­ast vel í bíl Frú Ragn­heiðar sem ekið er um göt­ur höfuðborg­ar­svæðis­ins, sex kvöld í viku. Þangað geta ein­stak­ling­ar leitað og fengið heil­brigðisaðstoð sem og nála­skiptiþjón­ustu. Mark­miðið með nála­skiptiþjón­ustu er að draga úr lík­um á sýk­ing­um og smiti svo sem lifr­ar­bólgu C og HIV meðal þeirra sem sprauta vímu­efn­um í æð.

Söfnunin hefur farið mjög vel af stað.
Söfnunin hefur farið mjög vel af stað. Haraldur Jónasson/Hari

Ágúst var í kærkominni hvíld þegar mbl.is náði tali af honum en var að undirbúa sinn annað róður í dag sem hefst kl. 21 í kvöld og svo mun hann róa í nótt. Hann sagði að viðbrögð gesta og gangandi í Kringlunni hefðu verið ótrúlega góð og stuðningurinn væri mikill, sérstaklega þegar fólk áttar sig á því fyrir hvaða málefni er verið að safna.

„Um leið og fólk les um hvað verið er að róa fyrir þá áttar það sig. Ég held að Frú Ragnheiður og þessi bíll hafi verið fyrir mörgum falinn og ég er ekki viss um að fólk þeir sem ekki þurfa á þessu að halda dags daglega hafi hugmynd um þetta yfir höfuð,“ sagði Ágúst.

Þar sem að upphaflega markmiðinu hefur verið náð hefur nýtt markmið verið sett og taldi Ágúst ágætt að hækka það um fimm hundruð þúsund krónur í einu. „Við stefnum á milljón, það væri algjör stórsigur,“ sagði hann að lokum.

Mórallinn er góður og hvatning frá gestum skiptir máli.
Mórallinn er góður og hvatning frá gestum skiptir máli. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert