Vara við grunsamlegum mannaferðum

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa borist fregnir af svipuðum málum úr öðrum lögregluumdæmum um helgina og þótti ástæða til að vara fólk við. Tvö innbrot voru tilkynnt um helgina og á báðum stöðum hafi verið rótað og gramsað í eigum fólks en litlu stolið. Meðal annars voru verðmæti skilin eftir en einhverju stolið. 

Að sögn varðstjóra minnir þetta mjög á mál sem komu upp í snemma í sumar þar sem óprúttnir aðilar fóru víða um í ýmis húskynni í þeim erindagjörðum að ná sér í verðmæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert